no,ar,de,en,pl,so,is,fi,mk

Menningartengill

Menningartengill er tengiliður skólans við listveitendur og er í sambandi við þá. Menningartengillinn gegnir mikilvægu hlutverki í að nemendur öðlist þýðingarmikla listupplifun. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hlutverk menningartengils og nokkrar hugmyndir sem þú getur prófað:

1. Að búa til menningardagatal fyrir skólann

 • Skipuleggðu fyrirfram, skráðu menningarviðburði í dagatal sem er aðgengilegt öllum og gerðu viðburðina að föstum lið innan skólaársins.

 

2. Góð og upplýsandi samskipti við kennara og aðra áhugasama

Útbúa munnlega kynningu fyrir alla kennara
 • Virkjaðu og fræddu kennara með því að kynna:
  • Alla menningardagskrá vetrarins í upphafi skólaársins og eða nokkrar vikur fram í tímann,
  • Menningardagskrá í upphafi hverrar annar
  • Einstaka viðburði rétt áður en þeir fara fram
Senda upplýsingar til kennara
 • Láttu kennara og aðra hlutaðeigandi aðila vita af komandi viðburðum með góðum fyrirvara. Gefðu skriflegar upplýsingar um verkþætti, áætlanir og fresti þess sem við á og sendu áminningu þegar viðburðurinn er á næsta leyti.
Búa til viðburðarmöppu og geyma allt á einum stað
 • Fáðu kennara til að senda þér yfirlit yfir þá viðburði sem þeir sækja með nemendum sínum og geymdu allt á sama stað. 
Senda upplýsingar til foreldra nemenda í lista og menningarráði
 • Sendu póst til foreldra nemenda í lista og menningarráðinu með upplýsingum um hvað börnin þeirra eru að fást við og lýstu ávinningi þess fyrir þau. 

 

3. Virkja nemendur til að aðstoða (lista og menningarráð) og gefa þeim hlutverk

Virkja lista og menningarráð
 • Veldu nemendur sem vilja starfa sem þátttakendur í lista og menningarráðinu. Gerðu þau að teymi og færðu þeim verkefni í að skipuleggja viðburði. 
 • Fjöldi nemenda í ráðinu getur verið mismunandi eftir stærð og gerð skóla. 
 • Meðlimir ráðsins geta verið mislengi við störf, t.d. er hægt að skipta út meðlimum eftir hvern viðburð eða halda lista og menningarráðinu óbreyttu í einhver ár.
  Ávinningur þess að skipta oft um þátttakendur í lista og menningarráðinu er að fleiri nemendur öðlast reynslu og eiga þátt í skipulögðu starfi innan skólans. Það er einnig hægt að nota það á virkan hátt til að bæta bekkjarumhverfi (félagslega aðlögun innan bekkjarins) 
Passa upp á að lista og menningarráðið sé sýnilegt
 • Útbúðu vesti eða boli fyrir þátttakendur ráðsins. Þetta undirstrikar hlutverk þeirra, fyllir þau stolti, eykur samkennd meðal þeirra og sjálfsöryggi.  
Allir aðilar sækja námskeið fyrir lista og menningarráð
 • Farðu með nemendum á námskeið sem eru í boði fyrir lista og menningarráð. 
 • Ef ekkert námskeið býðst er hægt að útbúa slíkt innan skólans. 
Útbúa kynningu lista og menningarráðsins fyrir kennara skólans
 • Bókaðu tíma á almennum kennarafundi þar sem lista og menningarráðið kynnir dagskrá vetrarins/annarinnar. Gott að nota myndbönd í kynningunni þegar það passar. 
Viðurkenna og verðlauna lista og menningarráð
 • Færðu nemendum undirritað viðurkenningarskjal að loknu starfi þeirra í ráðinu. Skólastjóri og menningartengill skrifa undir. 
 • Hrósaðu nemendum og verðlaunaðu þá með einhverju sérstöku, t.d. köku eða hádegismat. 
 • Einnig hægt að bjóða lista og menningarráði á aðra menningarviðburði. Það eykur samkennd og bætir liðsanda, eykur þekkingu og er hvetjandi þáttur í starfinu.

  Frekari upplýsingar um lista og menningarráð hér fyrir neðan. 

 

 4. Eftirvinnsla fyrir kennara

Fá kennara til að dreifa spurningalistum eða könnunum sem listveitendur eða menningartengill útbýr
 • Spurðu nemendur um álit á sýningum og menningarviðburðum þannig að hægt sé að taka mið af þeirra upplifun og nýta til úrbóta. 
Hvetja kennara til að fá nemendur sína til að halda menningardagbók

 • Þetta gefur nemendum tækifæri á að melta, ígrunda og að tjá sig um upplifun sína af listviðburði eða öðrum menningarviðburði. Svo fer það eftir aldri nemendanna hvernig bókin er notuð, hvort þeir teikni, setji inn myndir eða texta - eða notist við stafrænar aðferðir. 
Leyfa nemendum að tjá skoðanir og tilfinningar sínar um listviðburði á matstöflu á  sameiginlegu svæði
 • Þetta er líka kjörinn möguleiki fyrir nemendur til að ígrunda, melta og tjá sig eftir að hafa upplifað listviðburð eða aðra menningarstarfsemi. 
 • Menningartengill ætti að bera ábyrgð á uppsetningu matstöflunnar.

Published: 29.01.2024 Updated: 20.02.2024 kl.12:45